Ásinn 

Um félagsmiðstöðina

Í félagsmiðstöðvunum er boðið upp á uppbyggilegt frístundasstarf fyrir 10 - 16 ára börn og unglinga í frítímanum. Áhersla er lögð á að ná til þeirra barna og unglinga sem þarfnast félagslegs stuðnings og að bjóða upp á fjölbreytileg viðfangsefni. Unnið er í klúbbum, sértæku hópastarfi, opnu starfi og tímabundnum verkefnum. Í grunnskólum Hafnarfjarðar eru starfandi sjö félagsmiðstöðvar og er húsnæði þeirra í grunnskólunum.Hlutverk félagsmiðstöðva er tvíþætt. Annars vegar er hlutverk þeirra að bjóða börnum og unglingum á aldrinum 10-16 ára upp á frístundastarf sem hefur forvarnar-, uppeldis- og menntunargildi og tekur mið af aldri þeirra og þroska. Hins vegar er hlutverk þeirra að bjóða upp á aðstöðu til afþreyingar og samveru með jafnöldrum í öruggu umhverfi. Áhersla er lögð á að virkja börn og unglinga til virkrar þátttöku og framkvæmda í starfinu, einkum þau sem þurfa sérstaka hvatningu og stuðning vegna fötlunar eða félagslegra aðstæðna. Hópastarf og opið starf eru þar kjölfestan.Gert er ráð fyrir að þjónustutími félagsmiðstöðva sé tvískiptur. Annars vegar er um að ræða viðveru verkefnastjóra á skólatíma barna og unglinga. Á skólatíma er opið í félagsmiðstöðvum í frímínútum og hádegishléum auk þess sem börnin og unglingarnir geti kíkt við og rætt við verkefnastjóra ef eitthvað liggur þeim á hjarta. Hins vegar er um að ræða almennan opnunartíma eða kvöldopnanir.

Markmið

Markmið félagsmiðstöðva er að ná til allra nemenda í miðdeildum og unglingadeildum skólanna og gefa þeim tækifæri á að stunda skapandi og þroskandi félagsstarf í heilbrigðu umhverfi á jafnréttisgrundvelli. Leitast er við að mæta hverjum einstakling á hans forsendum og veita honum tækifæri til að njóta sín í félagsstarfinu.Félagsmiðstöðin er vettvangur þar sem börn og unglingar fá tækifæri til að sýna frumkvæði, axla ábyrgð og sýna sjálfstæði í vinnubrögðum. Starfið einkennist af gagnkvæmri virðingu, jákvæðum samskiptum og unglingalýðræði. Félagsmiðstöðvarnar halda úti fjölbreyttri dagskrá í samstarfi við nemendaráð sem tekur mið af áhugamálum unglinganna hverju sinni.Félagsmiðstöðin leitast við að ná til þeirra unglinga sem ekki stunda heilbrigt tómstundarstarf eða teljast til áhættuhóps. Félagsmiðstöðin er vakandi yfir þörfum samfélagsins og fræða, fjalla um og hafa jákvæð áhrif á unglingana með hin ýmsu málefni sem tengjast þeirra daglega lífi.

Leiðir að markmiðum

 • Notast við leiðir unglingalýðræðis eins vel og kostur er.
 • Boðið upp á fjölbreytt starf þannig að allir finni eitthvað við sitt hæfi.
 • Tengjumst börnum og ungmönnum á fjölbreyttan hátt s.s. með hópastarfi, með samtölum og virkri hlustun, opnum húsum og fjölbreyttri dagskrá.
 • Gefum börnum og ungmennum tækifæri og vettvang til að framkvæma hugmyndir sínar og tryggja þannig að styrkleikar og hæfileikar hvers og eins fái að njóta sín.
 • Ýtum undir virkni, gagnrýna og skapandi hugsun.
 • Í leitarstarfi félagsmiðstöðva er leitað og unnið með nemendum sem sýna áhættuhegðun, eða eru með lélega sjálfsmynd.
 • Stöndum fyrir markvissri fræðslu, forvarnar og leitarstarfi og beitum fjölbreyttum aðferðum til auka líkur á árangri í forvörnum.
 • Mætum ungu fólki á þeirra forsendum og sýna þeim virðingu og trúnað í samskiptum.
 • Stöndum fyrir fjölbreyttu hópastarfi sem tekur mið af áhuga og þörfum hvers og eins.
 • Setjum skýrar og einfaldar reglur sem börn og ungmenni taka sjálf þátt í að móta og almenn samstaða ríkir um.
 • Börn og ungmenni taka þátt í stefnumótun verkefna.
 • Verkefnastjóri félagsmiðstöðvar situr nemendaverndarráðsfundi þegar skólastjóri kallar viðkomandi inn á fundi og/eða teymisfundi vegna sérstakra mála.

Hlutverk verkefnastjóra

Verkefnastjóri stýrir faglegu starfi félagsmiðstöðvar. Hann ber ábyrgð á öryggi og vellíðan barna og starfsfólks, skapar andrúmsloft sem einkennist af gagnkvæmri virðingu, jákvæðum samskiptum og lýðræðislegum vinnubrögðum.Verkefnastjóri á hverri starfsstöð tómstundamiðstöðva ber ábyrgð á starfi félagsmiðstöðvar. Áhersla er lögð á metnaðarfullt starf með áherslu á lýðræði og skipulagða dagskrá, sem inniheldur uppeldis- og menntunargildi sem taka mið af aldri og þroska barna og unglinga. Jafnframt leggur verkefnastjóri áherslu á að öll börn og unglingar geti fundið eitthvað við sitt hæfi og að þau séu í umhverfi þar sem hver og einn fær að njóta sín.Verkefnastjóri leggur auk þess áherslu á góð, upplýsandi og ánægjuleg samskipti við foreldra. Leitast er við að foreldrar hafi greiðan aðgang að upplýsingum og geti verið í sambandi við starfsfólk varðandi starfsemina. Verkefnastjóri velur þá leið sem hann telur besta hverju sinni til að vera í samskiptum við foreldra, hvort sem um er að ræða málefni einstaklinga eða hópa.

Hlutverk starfsmanna

Lögð er áhersla á að ráða starfsmenn til félagsmiðstöðva sem hafa reynslu, áhuga og hæfni á að starfa með börnum og unglingum. Starfsmenn í félagsmiðstöðvum þurfa auk þess að vera sterkir í mannlegum samskiptum, vera fyrirmyndir í starfi sem og utan þess. Enn fremur er lögð áhersla á að starfsmenn félagsmiðstöðva hafi fjölbreyttan og ólíkan bakgrunn. Starfsmenn sýni frumkvæði, ábyrgð og sjálfstæði í starfi. Starfsfólkið tekur þátt í skipulagningu og framkvæmd fagstarfs í samstarfi við verkefnastjóra.Nýjum starfsmönnum er boðið upp á markvissan stuðning og þjálfun auk þess að allir starfsmenn taka þátt í símenntun til að efla þekkingu þeirra, frumkvæði, ábyrgð og sjálfstæði þeirra í starfi.Starfsmönnum félagsmiðstöðva ber skylda samkvæmt 17. gr barnaverndarlaga að tilkynna ef einhver grunur er um að barn er líkamlega eða andlega vanrækt, hafi orðið fyrir líkamlegu, andlegu eða kynferðislegu ofbeldi að einhverju tagi.

Hlutverk foreldra

Lögð er áhersla á að eiga gott samstarf við foreldra/forráðamanna og tekið er vel á móti athugasemdum og ábendingum. Foreldrar geta komið á framfæri óánægju/ánægju eða hvað sem er vegna starfsins til fagstjóra, skólastjórnenda og/eða verkefnastjóra.Foreldrar eru hvattir til að vera í sambandi við félagsmiðstöðina símleiðis, senda tölvupóst á verkefnastjóra, fylgjast með á facebook og/eða kíkja í heimsókn.Foreldrafélög skólanna eru í samvinnu við félagsmiðstöðvarnar með fræðslu, foreldrarölt og fl.Foreldrafélög grunnskólanna í Hafnarfirði skipuleggja og standa fyrir foreldrarölti í sínu skólahverfi, þ.e. að stjórn foreldrafélags, nefnd eða foreldraröltsfulltrúi tekur að sér að halda utan um skipulagið og kynna það fyrir foreldrum. Nánari upplýsingar má finna vefsíðum skólanna og/eða foreldrafélaganna

Hlutverk unglinganna

Félagsstarf félagsmiðstöðvanna er fyrir alla nemendur í 6.-10.bekk grunnskólans og allir eiga að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Kosið er árlega í stjórn nemendaráðs. Þeir sem eru í stjórn nemendaráðs eru fyrirmynd annarra nemenda og tenging annarra nemenda við stjórnendur og starfsfólk skólans. Nemendaráð tekur tíma, þolinmæði, vinnu og ábyrgð. Þeir sem taka þátt í nemendaráði öðlastfélagslega hæfni og læra skipulagningu.Stjórn nemendaráða starfar samkvæmt 10. gr.grunnskólalaga og skal starfa nemendafélag innangrunnskólanna. Skólastjóri er ábyrgur fyrir stofnun þess.Nemendafélag vinnur m.a. að félags-, hagsmuna- ogvelferðarmálum nemenda og skal skólastjóri sjá til þessað félagið fái aðstoð eftir þörfum.Nemendafélag hvers skóla setur sér starfsreglur, m.a.um kosningu í stjórn félagsins og kosningu fulltrúa ískólaráð skv. 2. mgr. 8. gr.grunnskólalaga og gerir sérstarfsáætlun.Það er hlutverk stjórnar nemendaráðs að hvetjanemendur til þátttöku í félagsstörfum, miðlaupplýsingum til samnemenda sinna, kynnabekkjarfélögum niðurstöðu funda og koma meðathugasemdir og málefni inn á nemendaráðsfundi sembekkjarfélagar þeirra leggja til.

Hugmyndir að umræðum og málefnum nemendaráða:
 • Tónlist í frímínútum
 • Framboð á valgreinum
 • Aðstaða og áhöld innan skóla og félagsmiðstöðvar
 • Klúbbar sem eru í boði
 • Er verið að vinna samkvæmt grunnskólalögum og skólareglum?
 • Er verið að stuðla að betri umgengni svo að fjármunir skólans og félagsmiðstöðvarinnar fari frekar í uppbyggingu en í viðhald?
Tómstundamiðstöðin í Áslandsskóla | Kríuás 1, 221 Hafnarfjörður
Félagsmiðstöðinn Ásinn | Sími 585 4611 | Netfang asinn@hafnarfjordur.is

Frístundarheimilið Tröllaheimar |Sími 585 4617 | Netfang trollaheimar@hafnarfjordur.is