Nemendaráð

Félagsstarf félagsmiðstöðvanna er fyrir alla nemendur í 6.-10.bekk grunnskólans og allir eiga að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Kosið er árlega í stjórn nemendaráðs. Þeir sem eru í stjórn nemendaráðs eru fyrirmynd annarra nemenda og tenging annarra nemenda við stjórnendur og starfsfólk skólans. Nemendaráð tekur tíma, þolinmæði, vinnu og ábyrgð. Þeir sem taka þátt í nemendaráði öðlastfélagslega hæfni og læra skipulagningu.Stjórn nemendaráða starfar samkvæmt 10. gr.grunnskólalaga og skal starfa nemendafélag innangrunnskólanna. Skólastjóri er ábyrgur fyrir stofnun þess.Nemendafélag vinnur m.a. að félags-, hagsmuna- ogvelferðarmálum nemenda og skal skólastjóri sjá til þessað félagið fái aðstoð eftir þörfum.Nemendafélag hvers skóla setur sér starfsreglur, m.a.um kosningu í stjórn félagsins og kosningu fulltrúa ískólaráð skv. 2. mgr. 8. gr.grunnskólalaga og gerir sérstarfsáætlun.Það er hlutverk stjórnar nemendaráðs að hvetjanemendur til þátttöku í félagsstörfum, miðlaupplýsingum til samnemenda sinna, kynnabekkjarfélögum niðurstöðu funda og koma meðathugasemdir og málefni inn á nemendaráðsfundi sembekkjarfélagar þeirra leggja til.

Hugmyndir að umræðum og málefnum nemendaráða:
 • Tónlist í frímínútum
 • Framboð á valgreinum
 • Aðstaða og áhöld innan skóla og félagsmiðstöðvar
 • Klúbbar sem eru í boði
 • Er verið að vinna samkvæmt grunnskólalögum og skólareglum?
 • Er verið að stuðla að betri umgengni svo að fjármunir skólans og félagsmiðstöðvarinnar fari frekar í uppbyggingu en í viðhald?


Stjórn nemendaráðs

Stjórn nemendaráðs Áslandsskóla er skipað nemendum í unglingadeild og hittist það ráð ásamt starfsmanni Ássins einu sinni í viku á skrifstofu Ássins. Þar er bæði farið yfir hvað er framundan á dagskrá og annað slíkt en einnig rætt hvað hefur gengið vel og hvað illa, ásamt allskonar málum.

Kosningar

Kosið er að hausti um bekkjarfulltrúa úr hverjum bekk. Einn aðalmann og einn varamann, aðalmaður situr í stjórn nemendaráðsins og sinnir sínum skyldum þar, ef aðalmaður getur ekki mætt á fund eða annað skal hann senda varamanninn í sinn stað. Ef að aðalmaður getur að einhverjum ástæðum ekki sinnt skyldum sínum í ráðinu þá er varamaður gerður að aðalmanni.

Hlutverk stjórnarmanna:

 • Lýðræðislega kjörinn talsmaður bekkjarins.
 • Þarf  að geta unnið sjálfstætt og stundum eftir skóla (sérstaklega þegar verið er að undirbúa böll)
 • Mætir á nemendaráðsfundi í hádeginu aðra hverja viku og eftir skóla á fimmtudögum hina vikuna á móti.
 • Tekur þátt í að móta dagskrá Ássins og einstaka viðburði.
 • Tekur þátt í að skipuleggja böll t.d. ákveða hvaða þema, hljómsveit, DJ, matur (árshátíð) og fleira.
 • Skipuleggur alls kyns þemadaga fyrir unglingadeild.
 • Bekkjarfulltrúar upplýsa bekkinn sinn hvað er framundan
 • Koma tillögum eða ábendingum frá nemendum til skila á nemendaráðsfundum eða til stjórnenda skólans og Ássins.
 • Aðstoða við uppsetningu fyrir böll og að ganga frá eftir böll.
 • Vera góð fyrirmynd.
 • Tveir fulltrúar úr nemendaráði sitja í skólaráði sem fundar einu sinni í mánuði

Nefndir

Hægt að bjóða sig fram í hinar ýmsu nefndir s.s. skreytinganefnd, árbókarnefnd, tækninefnd o.s.frv. Nefndirnar funda þegar þarf. Nefndarmenn verða að skuldbinda sig til að mæta á þá fundi sem verða. Nánar auglýst á haustinn.


Stjórn - Veturinn 2016-2017

á eftir að kjósa

Stjórn - Veturinn 2015-2016

 • Magdalena – formaður
 • Sandra  - varaformaður
 • Birta Sól - ritari
 • Benjamín Elvar - meðstjórnandi
 • Freydís - meðstjórnandi
 • Jón Leví - meðstjórnandi

Stjórn - Veturinn 2014-2015


 • Hekla Sóley Arnardóttir – formaður
 • Benjamín Elvar Skarphéðinsson - varaformaður
 • Magdalena Guðmundssdóttir - ritari
 • Bjarki Steinar Viðarsson - gjaldkeri
 • Kristján Ólafsson - meðstjórnandi
 • Ásta Sól Bjarkadóttir
 • Telma Kolbrún Elmarsdóttir
 • Írena Hrafney Tulinius
 • Nadía Atladóttir
 • Kristín Helga Bjarnadóttir
 • Ásdís Eva Magnúsdóttir
 • Silja Björk Pálsdóttir
 • Bryndís Stella Bjarnadóttir
 • Ástrós Birta Pétursdóttir
 • Ari Gunnar Kristjónsson

Tómstundamiðstöðin í Áslandsskóla | Kríuás 1, 221 Hafnarfjörður
Félagsmiðstöðinn Ásinn | Sími 585 4611 | Netfang asinn@hafnarfjordur.is

Frístundarheimilið Tröllaheimar |Sími 585 4617 | Netfang trollaheimar@hafnarfjordur.is