Starfsmenn

Lögð er áhersla á að ráða starfsmenn til félagsmiðstöðva sem hafa reynslu, áhuga og hæfni á að starfa með börnum og unglingum. Starfsmenn í félagsmiðstöðvum þurfa auk þess að vera sterkir í mannlegum samskiptum, vera fyrirmyndir í starfi sem og utan þess. Enn fremur er lögð áhersla á að starfsmenn félagsmiðstöðva hafi fjölbreyttan og ólíkan bakgrunn. Starfsmenn sýni frumkvæði, ábyrgð og sjálfstæði í starfi. Starfsfólkið tekur þátt í skipulagningu og framkvæmd fagstarfs í samstarfi við verkefnastjóra.

Nýjum starfsmönnum er boðið upp á markvissan stuðning og þjálfun auk þess að allir starfsmenn taka þátt í símenntun til að efla þekkingu þeirra, frumkvæði, ábyrgð og sjálfstæði þeirra í starfi.
Starfsmönnum félagsmiðstöðva ber skylda samkvæmt 17. gr barnaverndarlaga að tilkynna ef einhver grunur er um að barn er líkamlega eða andlega vanrækt, hafi orðið fyrir líkamlegu, andlegu eða kynferðislegu ofbeldi að einhverju tagi.

Nánar um starfsmenn Ássins:

Særós Rannveig Björnsdóttir 
verkefnastjóri

Særós er menntaður listgreinakennari með master í menningarstjórnun. Særós hefur unnið með börnum og unglingum undanfarin 13 ár, sem kennari, deildastjóri á leikskóla en lengst af í frístundastarfi og rak frístundaheimili í Reykjavík í 3 ár áður en hún kom hingað í ágúst 2014. Hennar aðal áhugamál eru leiklist, myndlist, barnamenning og fjölskyldan.

Særós vinnur 8:00-16:00 virka daga


Herdís Vala Sigurðardóttir 
frístundaleiðbeinandi


Alda Rut Jónasdóttir
frístundaleiðbeinandiLilja Björg Gísladóttir
frístundaleiðbeinandiDagur Elí Svendssen
frístundaleiðbeinandi


Sigmar Ingi Sigurgeirsson
frístundaleiðbeinandiTómstundamiðstöðin í Áslandsskóla | Kríuás 1, 221 Hafnarfjörður
Félagsmiðstöðinn Ásinn | Sími 585 4611 | Netfang asinn@hafnarfjordur.is

Frístundarheimilið Tröllaheimar |Sími 585 4617 | Netfang trollaheimar@hafnarfjordur.is