Tröllaheimar

Frístundaheimilið Tröllaheimar býður uppá fjölbreytt tómstundastarf fyrir nemendur í 1. - 4. bekk í Áslandsskóla eftir að daglegum skólatíma lýkur. Opnunartíminn er 13.00-17.00 nema á sérstökum dögum (sjá neðar). Foreldrar skrá börn sín eftir þörfum hvers og eins og er hægt að velja frá einum degi upp í fimm daga vikunnar. Innifalið í gjaldi er dvöl og síðdegishressing (gjaldskrá hér til hægri).

Í frístundaheimilinu kynnast börnin hinum ýmsu tómstundum. Leitast er við að hafa starfið sem fjölbreyttast svo að allir finni eitthvað við sitt hæfi m.a. með útiveru, fjölbreyttum leikföngum, spilum, föndurefni og kubbum.


Síðdegishressing

Boðið er upp á síðdegishressingu í frístundaheimilum. Fyrirkomulag um framsetningu er mismunandi milli frístundaheimila. En áhersla er á heilsueflingu, fjölbreytni og hollt mataræði. Ef barnið þitt er með sérþarfir þá þarf að skoða það hvort og hvernig við getum komið til móts við þarfir barnsins eða hvort betra er að barnið komi með eigið nesti. Sjá nánar í flipa hér til hægri.

Vetrarfrí skóla og sérstakir dagar

Frístundaheimilin eru lokuð alla rauða almanaksdaga og í vetrafríum grunnskóla. Auk þess eru frístundaheimilin með tvo skipulagsdaga á ári, í byrjun haustannar og í byrjun vorannar. Opið er allan daginn á skipulagsdögum skólanna og virka daga í páska og jólafríi. Sækja þarf sérstaklega um vistun á þessum dögum. Verkefnastjóri sendir nánari upplýsingar varðandi umsókn fyrir þessa daga til foreldra áður en að þeim kemur. Sjá nánar í flipa hér til hægri merktur frístundadagatal.

Skráning

Börn eru skráð í frístundaheimili í gegnum „Mínar síður“ á www.hafnarfjordur.is. og miðast við annarfyrirkomulag. Skráning skal fara fram fyrir 1. júlí fyrir haustönn, þ.e. ágúst til og með desember, og fyrir 1. desember fyrir vorönn, þ.e. janúar til og með júní. Börn sem þurfa stuðning og nemendur sem eru að hefja skólagöngu í 1. bekk ganga fyrir. Sjá nánar í flipa hér til hægri.

Systkinaafsláttur 

Systkinaafsláttur er veittur af dvalargjaldi vegna systkina sem eru samtímis í leikskóla eða hjá dagforeldri og á frístundaheimili. Systkinaafsláttur reiknast alltaf af elsta barni. Afsláttur reiknast af almennu dvalargjaldi fyrir hvert barn umfram eitt. Umsókn um systkinaafslátt fer fram í gegnum „Mínar síður" á hafnarfjordur.is. Sjá nánar í flipa hér til hægri.

Tómstundamiðstöðin í Áslandsskóla | Kríuás 1, 221 Hafnarfjörður
Félagsmiðstöðinn Ásinn | Sími 585 4611 | Netfang asinn@hafnarfjordur.is

Frístundarheimilið Tröllaheimar |Sími 585 4617 | Netfang trollaheimar@hafnarfjordur.is