Tómstundamiðstöð Áslandsskóla

Um starfsemi tómstundamiðstöðvanna

Á vorönn 2012 samþykkti Íþrótta- og tómstundanefnd að nýjar og sameinaðar stofnanir frístundaheimila og félagsmiðstöðva skyldu heita tómstundamiðstöðvar. Stofnanir þessar eru í raun ábyrgar fyrir tómstundastarfi utan lögbundins skólatíma barna og ungmenna. Frístundaheimili fyrir 1. – 4. bekk, skipulagt tómstundastarf fyrir 5. – 7. bekk ásamt því að standa fyrir félagsmiðstöðvarstarfi fyrir unglinga í elstu bekkjum grunnskóla. Tómstundamiðstöðvar heyra undir grunnskóla Hafnarfjarðar en fagstjóri frístundastarfs á Skólaskrifstofu Hafnarfjarðar veitir faglega ráðgjöf og stuðning.

Fagleg yfirstjórn tómstundamiðstöðva er á höndum íþrótta- og tómstundafulltrúa, sem starfar undir stjórn sviðsstjóra fræðslu- og frístundaþjónustu. Á Skólaskrifstofu Hafnarfjarðar starfar íþrótta- og tómstundafulltrú og fagstjóri saman, leiða stefnumótun og hafa yfirumsjón með fagstarfi tómstundamiðstöðvanna. Hlutverk þeirra er að efla og þróa fagumhverfi frístundastarfs og hafa umsjón með innleiðingu á framkvæmd á innra og ytra mati á starfsemi tómstundamiðstöðvanna. Skólastjórar í hverjum grunnskóla bera ábyrgð á rekstri og starfsemi tómstundamiðstöðvanna.


Sjö tómstundamiðstöðvar eru starfræktar í grunnskólum Hafnarfjarðar. Í hverri starfar verkefnastjóri sem heldur utan um daglegan rekstur og faglegt frístundastarf. Innan hverrar tómstundamiðstöðvar er starfrækt frístundarheimli og félagsmiðstöð. Einnig sér tómstundamiðstöðin um ýmis konar tómstundatilboð yfir sumartímann í samstarfi við Vinnuskóla Hafnarfjarðar.

Framtíðarsýn tómstundamiðstöðvanna


Tómstundamiðstöðvar sinni eða standi á bakvið allt tómstundastarf fyrir börn og unglinga innan hvers grunnskólaskóla. Mikilvæg leið að settum markmiðum er samstarf við íþrótta- og æskulýðsfélög, foreldra og aðra sem koma að fræðslu og/eða umönnun þeirra. Frístundaheimilin skulu leita eftir samstarfi við þau íþrótta- og tómstundafélög sem sinna tómstundum barna í hverfinu. Markmiðið er að börnin geti stundað annað íþrótta- og tómstundastarf sem mest innan tímaramma frístundaheimilanna, og fylgja börnum á skipulagðar æfingar þegar færi gefst. Kynning á skipulögðu íþróttastarfi verði markviss og hluti af starfsskrá tómstundamiðstöðva.Stefnt skal að samþættum vinnudegi ískólum og frístundaheimilum þannig að skólastarf, heimanám, hvíld, tómstundir, íþróttir, tónlist og frístund myndi samfelldan vinnudag hjá börnum í 1.-4. bekk grunnskóla. Frístundastarf komi inn í samfelldan skóladag fremur en að vera í lok vinnudags. Fræðslu- og frístundaþjónusta vinnur að þessu markmiði í samvinnu við stjórnendur grunnskóla og frístundaheimila.Tómstundamiðstöðvarnar skulu vinna að heilsueflingu barna og ungmenna með forvörnum og óformlegru námi.Þá er áhersla lögð á að stuðla að lýðræðislegum vinnubrögðum og að efla sjálfstraust og félagsfærni barna og unglinga, þar sem jafnréttissjónarmið eru ávallt höfð að leiðarljósi.

Tómstundamiðstöðin í Áslandsskóla | Kríuás 1, 221 Hafnarfjörður
Félagsmiðstöðinn Ásinn | Sími 585 4611 | Netfang asinn@hafnarfjordur.is

Frístundarheimilið Tröllaheimar |Sími 585 4617 | Netfang trollaheimar@hafnarfjordur.is